Rútur og strætó

byd-busMeð stöðugum fjölda nýrra rafmagnsbíla má velta því fyrir sér hvers vegna ekki er boðið upp á vinnubíla eða rútur og strætóa sem ganga fyrir rafmagni. Það mætti halda að ekkert væri í boði. Stutt leit á netinu eftir „EV bus“ birtir margt áhugavert. Greinilegt er að margt er í boði og hefur verið lengi.

Kínverski BYD-framleiðandinn hefur verið með rafmagnsstrætó sem kemst 250 km á hleðslu og kemst á 96 km hraða. Sá fyrsti kom á götuna 30. september árið 2010 og kostar á bilinu 4.8-7.1 milljón íslenskar. Hvernig stendur á því að götur höfuðborgarinnar eru ekki með fjölda slíkra farartækja? Farartækið hefur meðal annars verið prófað í Danmörku og Hollandi.

Helstu tölur
Rafmagnsnotkun: Minna en 100kWh/60min.
Venjuleg hleðsla: 5 klst.
Hraðhleðsla: 3 klst.
Lengd/breidd/hæð: 12m/2.55m/3.2m
Drægni: 250 km (299 km við bestu aðstæður).
Farþegar: 31+1.
Þyngd: 18.000 kg.

Einnig birtir leit að rafmagnsstrætó Smith Vehicles en þeir hafa framleitt rafmagnssendibíla, litlar rútur og pallbíla. Hægt er að kaupa sendibíl með 11.000 kg burðargetu sem kemst 160 km á hleðslunni. Full hleðsla næst á fjórum tímum sé notast við hraðhleðslustaur.

Smith-Banner2Slík farartæki myndu henta einstaklega vel þar sem dagleg akstursleið er ávallt sú sama dag eftir dag. Einnig er hægt að bæta við hleðslu á meðan hádegismaturinn er borðaður.

Svo eru Nissan og Renault með tvo vinnubíla og Nissan-bíllin er einnig hægt að fá með sætum og er þá frambærilegur „multi purpose“-fjölskyldubíll.