Tesla Roadster 3.0 fær 70 kWh rafhlöðuuppfærslu

Roadster_2.5_windmills_trimmedTesla hefur tilkynnt uppfærslu á Roadster tveggja dyra sportbílnum sem byggður er á Lotus-bílnum.

Uppfærslan inniheldur nýju rafhlöðuna, nýja klæðningu sem dregur úr vindmótstöðu um 15%, ný dekk og ýmislegt fleira sem eykur drægni um 40-50%, yfir 600 km drægni.

Rafhlöðutækni hefur stöðugt batnað á undanförnum árum og vinna á Model S bílnum er að skila sér í Roadster. Tesla hefur lengið haft það á stefnuskránni að uppfæra Roadster bílinn. Í uppfærslunni er eins og áður segir að finna þrjú atriði sem hafa verið bætt:

1. Rafhlaða
Fyrsta rafhlaðan í Roadster-bílnum var fyrsta lithíum-rafhlaðan sem sett er í fjöldaframleiddan bíl. Rafhlaðan var nýjasta tækni árið 2008 en tæknin hefur batnað talsvert síðan þá. Í dag er Tesla með rafhlöðu sem hefur 31% meiri orku en var í rafhlöðu fyrsta Roadster-bílnum. Með því að nota nýju rafhlöðuna er orkan komin í 70 kWh í sama rafhlöðupakka.

2. Loftmótstaða
Upphaflegi Roadsterinn var með Cd 0.36. En verkfræðingar Tesla telja sig geta bætt það um 15%, eða í 0.31.

3. Dekk og hjólabúnaður
Ný dekk ná mótstöðu niður úr 11 kg/tonn í 8.9 kg/ton, eða um 20% lækkun. Einnig eru gerðar breytingar á hjólabúnaði sem dregur í snúningsmótstöðu enn frekar.

Með öllum þessum breytingum vonast Tesla til að drægni bílsins batni um 40-50%. Því má búast við drægni upp á 640 kílómetra við bestu skilyrði. Tesla ætlar að sýna þetta með því að keyra bílinn frá San Francisco til Los Angeles á næstu vikum.