Mótorhjól fyrir fullorðna!

Alveg frá komu Tesla Roadster hefur verið til öflugur sportbíll sem keyrir eingöngu á rafmagni. En hvað með mótorhjól? Nóg er til af rafmagnsvespum en alvöru mótorhjól virðast ekki hafa verið seld hér á landi. Það er úr nóg að velja þegar kemur að rafmagnsmótorhjólum; þótt áhugamenn um mótorhjól sakni eflaust viðeigandi vélarhljóða er ekki hægt að segja að skortur sé á afli og hraða. Ef við byrjum á hjóli í ódýrari kantinum er Zero SR á hagstæðu verði og nær 100 km hraða á 3.3 sek.

Zero SR

Zero SR

Zero SR kostar 2.300.000 kr. í Bandaríkjunum með drægni upp á 240 km innanbæjar og 150 km utanbæjar. Hámarkshraði eru 164 kílómetrar sem skiptir engu máli hér á landi en ekki er nú slæmt að ná hundrað kílómetra hraða á 3.3 sek. Einnig er til ódýrari útgáfa af hjólinu sem kostar 1.800.000 kr. sem nær 100 á 4.8 sek en ef hjólið er keypt með Power Tank er drægnin 298 km.

Svo er það Brammo Empulse á 2.300.000 kr. sem er áhugaverður kostur. Brammo Empule framleiðir mótorhjól sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og mæður vilja alls ekki að börn þeirra setjist nokkurn tímann á.

2014_Empulse-Right-3Q-RedEmpulse – Hámarkshraði 177 km, 0-100 4.7 sek.
Brammo ábyrgist að rafhlaðan haldi 80% hleðslu eftir ca. 160.000 km akstur. Hleðslan dugar 206 km innanbæjar og 96 km utanbæjar. Það tekur 2 tíma að hlaða hjólið frá 20-80% með innbyggða hleðslutækinu tengdu við hraðhleðslustöð eða 4 tíma í venjulegri innstungu.

Ef þig langar hins vegar í hjól sem virðist betur eiga heima á keppnisbrautinni og þú ert reiðubúinn að henda út heilbrigðri skynsemi og ert í vandræðum með að losa þig við peninga – þá er Lightning LS-218 ofurhjólið fyrir þig!

LS-218_superbike_preview

Hámarskhraði 350 km/klst, 0-100 á 1-2 sek og með stærri rafhlöðupakkanum kemst hjólið 256 km á hleðslunni. Ekki er komið verð á hjólið og ótrúlegt að um sé að ræða löglegt götuhjól. Ef eitthvað klikkar á 350 km hraða myndi tannlæknaskýrslur ekki einu sinni hjálpa en fallegt er það.

Mission R. 0-100 km/klst á 3 sek. Hámarskhraði 241 km/klst

Mission R. 0-100 km/klst á 3 sek. Hámarkshraði 241 km/klst.

Ef þér nægir hógværara hjól en Lightning LS kæmi vel til greina að skoða Mission R hjólið sem kemst í hundrað á 3 sekúndum og nær 245 km hámarkshraða. Verð er frá 4.200.000 kr upp í 5.200.000 kr eftir því hvort tekinn sé 12, 15 eða 17 kWh rafhlöðupakki.

Hér eru aðeins nefnd þrjú hjól sem eru, eða koma til með að verða, lögleg götuhjól. Ef þú vilt skoða fleiri er hægt að skoða hér lista yfir tíu hraðskreiðustu hjól í heimi.

Svo má ekki gleyma að kíkja á KillaCycle.