General Motors-fyrirtækið mun byrja framleiðslu á Chevrolet Bolt rafmagnsbíl í október árið 2016. Stefna GM er að framleiða 25-30.000 bíla á ári.
GM reiknar með að bíllinn verði seldur á $30.000 í Bandaríkjunum og spennandi verður að sjá hvaða verðmiði verður á bílnum hjá Bílabúð Benna. Búast má við Bolt á götuna í byrjun árs 2017 og drægni bílsins á að vera í kringum 320 km.
Bolt er sennilega stillt upp til móts við Tesla Model 3, sem á að koma út á sama ári, og Nissan Leaf sem seldi 30.000 bíla á síðasta ári.
Hvert getur maður farið til að fá heildarlista yfir tegundirnar sem eru í boði?
Ég hef reyndar verið að velta fyrir mér að gera slíka grein.
Verð hjá Benna?
Er Benni ekki að hætta með Chervolet?
Verður Chervolet áfram í Evrópu?
Góð spurning. Ég var ekki búinn að heyra af því að Benni ætlaði að hætta með Chevrolet. Hélt að þeir ætluðu fyrst og fremst að draga úr vægi þeirra.