Leikreglur á hraðhleðslustöðvum

hradhledslustod1. Rafmagnsbílastæði er fyrir rafmagnsbíla.
Það er algjörlega óviðeigandi fyrir (sprengihreyfils)bíl að leggja í stæði ætlað rafmagnsbíl. Alveg sama hversu troðið bílastæðið er eða hversu oft (sjaldan) hleðslustæðið er notað til að hlaða bíl.

2. Ekki skila eftir dónaleg skilaboð.
Rafmagnsbílaeigendur ættu aldrei að skilja eftir dónaleg óviðeigandi skilaboð. Ef sprengjuhreyfilsbíl er lagt í hleðslustæðið sem þú ætlaðir að treysta á skaltu endilega skrifa miða og benda manneskjunni á mistökin á kurteisan hátt. Textinn getur verið ákveðinn en kurteis og með von um að einstaklingurinn breyti rétt. Þá er síður líklegt að eigandi sprengihreyfilsbílsins geri sömu mistök aftur.

3. Notaðu hleðslustæði eingöngu þegar þú þarft á því að halda.
Takmarkaðu notkun þína á hleðslustæði við þann tíma sem þarf að hlaða. Ef ekki er þörf á að hlaða bílinn, ekki nota stæðið. Þá getur annar notað það sem þarf að hlaða.

4. Passaðu að hlaða bílinn og færa þig svo.
Notaðu rafmagnsbílastæðið eingöngu á meðan bíllinn er í hleðslu. Þegar því er lokið færðu bíllinn þegar þú hefur fengið næga orku svo að annar rafmagnsbílaeigandi geti notað stæðið. (Einstaka hleðslustöðvar geta látið vita þegar bíllinn er hlaðinn og sumir bílar láta við með tölvupósti eða SMS).

5. Það er allt í lagi að óska eftir að bílnum þínum sé stungið í samband.
Ef bíll er í sambandi í stæðinu og þú getur lagt við hlið bílsins sem er í hleðslu, þá er algjörlega í lagi að skrifa miða og óska eftir því að bílnum þínum verður stungið í samband þegar viðkomandi hefur lokið við að hlaða sinn. Ef þú færð slíkan miða á þinn bíl skaltu verða við beiðninni. Ef það kostar að nota hleðslustöðina ertu að sjálfsögðu ekki skyldug/ur til að borga fyrir hleðsluna. Aftur á móti er líklegt að einhver myndi gera það fyrir þig einhvern daginn ef þú gerir það. Jafnframt gæti verið sterkur leikur að skilja eftir nafn og símanúmer svo að hægt sé að hafa samband við þig.

6. Ekki taka „Plugin Hybrid“-bíl úr sambandi…
Ef þú ert á bíl sem er hreinn rafmagnsbíl, eins og Kia Soul EV, þá hefur þú ekki réttinn til að taka úr sambandi rafmagnsbíl sem er með bensín, eins og t.d. Chevrolet Volt bara út af því að hann hefur varabensínvél.

7. …nema ef bíllinn hefur lokið hleðslu.
Undantekningin á reglu nr. sex er þegar bíllinn hefur greinilega lokið hleðslu. Og á það við um alla rafmagnsbíla. Þá er um að gera að skrifa miða og láta vita fullur auðmýktar að þú hafir gert þetta og ekki verra ef þú skilur eftir nafn og símanúmer. Best er að hafa samband við eigandann áður ef hægt er.

Finnst þér eitthvað vanta? Viltu bæta einhverju við? Af hverju ekki að bæta því inn í athugasemdum hér að neðan?