1. Rafmagnsbílastæði er fyrir rafmagnsbíla.
Það er algjörlega óviðeigandi fyrir (sprengihreyfils)bíl að leggja í stæði ætlað rafmagnsbíl. Alveg sama hversu troðið bílastæðið er eða hversu oft (sjaldan) hleðslustæðið er notað til að hlaða bíl.
2. Ekki skila eftir dónaleg skilaboð.
Rafmagnsbílaeigendur ættu aldrei að skilja eftir dónaleg óviðeigandi skilaboð. Ef sprengjuhreyfilsbíl er lagt í hleðslustæðið sem þú ætlaðir að treysta á skaltu endilega skrifa miða og benda manneskjunni á mistökin á kurteisan hátt. Textinn getur verið ákveðinn en kurteis og með von um að einstaklingurinn breyti rétt. Þá er síður líklegt að eigandi sprengihreyfilsbílsins geri sömu mistök aftur.
3. Notaðu hleðslustæði eingöngu þegar þú þarft á því að halda.
Takmarkaðu notkun þína á hleðslustæði við þann tíma sem þarf að hlaða. Ef ekki er þörf á að hlaða bílinn, ekki nota stæðið. Þá getur annar notað það sem þarf að hlaða.
4. Passaðu að hlaða bílinn og færa þig svo.
Notaðu rafmagnsbílastæðið eingöngu á meðan bíllinn er í hleðslu. Þegar því er lokið færðu bíllinn þegar þú hefur fengið næga orku svo að annar rafmagnsbílaeigandi geti notað stæðið. (Einstaka hleðslustöðvar geta látið vita þegar bíllinn er hlaðinn og sumir bílar láta við með tölvupósti eða SMS).
5. Það er allt í lagi að óska eftir að bílnum þínum sé stungið í samband.
Ef bíll er í sambandi í stæðinu og þú getur lagt við hlið bílsins sem er í hleðslu, þá er algjörlega í lagi að skrifa miða og óska eftir því að bílnum þínum verður stungið í samband þegar viðkomandi hefur lokið við að hlaða sinn. Ef þú færð slíkan miða á þinn bíl skaltu verða við beiðninni. Ef það kostar að nota hleðslustöðina ertu að sjálfsögðu ekki skyldug/ur til að borga fyrir hleðsluna. Aftur á móti er líklegt að einhver myndi gera það fyrir þig einhvern daginn ef þú gerir það. Jafnframt gæti verið sterkur leikur að skilja eftir nafn og símanúmer svo að hægt sé að hafa samband við þig.
6. Ekki taka „Plugin Hybrid”-bíl úr sambandi…
Ef þú ert á bíl sem er hreinn rafmagnsbíl, eins og Kia Soul EV, þá hefur þú ekki réttinn til að taka úr sambandi rafmagnsbíl sem er með bensín, eins og t.d. Chevrolet Volt bara út af því að hann hefur varabensínvél.
7. …nema ef bíllinn hefur lokið hleðslu.
Undantekningin á reglu nr. sex er þegar bíllinn hefur greinilega lokið hleðslu. Og á það við um alla rafmagnsbíla. Þá er um að gera að skrifa miða og láta vita fullur auðmýktar að þú hafir gert þetta og ekki verra ef þú skilur eftir nafn og símanúmer. Best er að hafa samband við eigandann áður ef hægt er.
Finnst þér eitthvað vanta? Viltu bæta einhverju við? Af hverju ekki að bæta því inn í athugasemdum hér að neðan?
Áhugavert
Þetta er góð frumvinna. Margt vel hugsað, en sumt þarf að slípa. Það er t.d. í reglu 7 gert ráð fyrir að það sé dónaskapur að taka (án leyfis) bíl úr sambandi sem hefur lokið hleðalu. Það snýr raunar alveg öfugt, það er dónaskapur að setja bíl í hleðslu og halda að maður geti hlaðið í topp og komið hálftíma eftir að hleðslu lýkur og hlegið að 2 bílum sem bíða og 3-4 sem gáfust upp og lögðu á djúpið með fáein prósent til að freista þess að komast á næstu stöð.
Ég vildi að ON tæki af skarið og gæfi út leikreglur þar sem takmarkanir á notkun ef einhver bíður koma fram. Í þeim tilfellum má taka bíl úr hleðslu. Í fyrsta lagi tímatakmörkun, t.d. enginn getur hlaðið lengur en 45 min ef einhver bíður. Í öðru lagi hraðatakmörkun, ef hleðsla er komin niður fyrir (til dæmis) 32 amper, þá má taka bíl úr hleðslu. Leafinn minn hleður frá 10% í 80% um vetur á sirka 45 mín. Hann er svo minnst hálftíma í viðbót með 80-100 (hleð aldrei þannig að ég get ekki neglt þennan tíma niður, en hraðinn er kominn niður fyrir 20 amper kringum 80 prósentin).
Ég byrjaði á að safna svona “siðareglum” fyrir nokkru og stakk upp á því við FÍB að gera eitthvað úr þeim. Það var ekki mikill áhugi þar á sínum tíma, en kannski þyrfti að reyna aftur. Mér finnst allaveg að eitthvað sæmilega opinbert batterí ( no pun indended ) ætti að fóstra svona, þrátt fyrir að það spretti upprunalega úr grasrótinni.
https://rafsi.wordpress.com/
Já það væri ekki verra ef einhver offical myndi taka þetta á sína arma. Reyndar ætti sá sem er að bjóða hleðsluna að setja einhver viðmið eða reglur og prenta það á kassann.
Það er fín regla að ef þú leggur bíl við hliðina á öðrum sem er í hleðslu og opnar hleðslulokið að það sé merki um að þú viljir að hann sé settur í samband þegar hinn er búinn.
þetta er að virka.
Hér eru mínar athugasemdir við leikreglurnar hér að ofan:
+ Er nokkuð sátt við leikreglur 1-3 enda almenn skynsemi þar á ferð.
+ Regla nr. 4: fer eftir aðstæðum og erindum á meðan hlaðið er. Hef ekki þurft að hafa áhyggjur af næsta rafbíl sem þarf hleðslu, ef óskrifuðum reglum er fylgt (sjá hér fyrir neðan)..
+ Um leikreglur 5-7 er það að segja að ég er ekki sammála að þörf svona miklum miðaskrifum og afsökunum í samskiptunum. Ég hef ekið á litlum rafbíl í bráðum fimm ár (hef ekki tök á að hlaða heima) og með mikla reynslu af hraðhleðsustöðvunum. Er mjög ánægð með þær óskrifuðu leikreglur sem þar hafa komist á.
—
Óskrifaðar leikreglur fyrir hraðhleðslustöðvar sem mér hafa reynst:
1. Ef bíll er í hleðslu, á stöð þá leggurðu við hliðina og opnar hleðslulokið (eins og Gísli Sigmars sagði).
2. Ef bíll með opið hleðslulok er við stöðina eftir hleðslu eigin bíls er honum stungið í samband.
3. Ef bíll er í sambandi og hleðsla komin 80 % hleðslu og hleðslutími >45, þá er í lagi að stöðva hleðslu og skila eftir miða með viðeigandi útskýringum, afsökunum og símanúmerum.
Þessar reglur hafa reynst mér vel og samskiptin við aðra rafbílaeigendur hafa verið mjög ánægjleg. Að því sögðu þá á hleðsluumhverfið eftir að breytast smám eftir því sem hleðslustöðvunum fjölgar. Með fjölgun millihleðslustöðva við t.d. Kringluna og Ikea, minnkar þörfin á hraðhleðslustöðvunum. Svo ekki sé talað um þegar farið verður að rukka fyrir hleðslu, þá tel ég að ásóknin í hraðhleðslustöðvarnar muni minnka.
Ég er sammála athugasemd Þórðar hér að ofan um að ON ætti að setja upp leikreglur á hraðhleðslustöðvar sínar. Svo er ekki víst að þær óskrifuðu virki eins vel þegar rafbílaeigendum fjölgar.
Svo ég endurtak orð Ólafs Hjálmarssonar hér að ofan “þetta er að virka”