QUANT e-Sportlimousine

Það er ánægjulegt að sjá hversu mikil framþróun hefur orðið á rafmangsbílum frá því að Tesla kom með Roadster-bílinn árið 2008. Ekki að Tesla hafi verið að koma með bíl sem tæknilega var ekki hægt áður. Nokkrum árum áður en Tesla kom með Roudsterinn var búið að smíða tilraunasportbíl sem gekk fyrir fartölvurafhlöðum og komst 500 km á hleðslunni.

Aftur á móti sýndi Tesla fram á að hægt er að smíða spennandi rafmagnsbíl sem fólk vill  kaupa. En ef Model S frá Tesla er ekki nógu spennandi fyrir þig og þú vilt fá eitthvað sem býður upp á aðeins meiri „geðveiki“, þá er QUANT e-Sportlimousine kannski eitthvað fyrir þig. Quant er með hámarkshraða upp á 350 km og kemst 400-600 km á hleðslunni og notar nýja rafhlöðutækni sem heitir nanoFlowcell. Í raun er um að ræða rafmagnsbíl en í stað rafmagnsgeyma þá gengur bíllinn á sér útbúnu saltvatni. Um er að ræða vökva sem myndar straum. Allt hljómar þetta eins og úr einhverri Star Trek mynd (enda tækni sem NASA hannaði fyrir Apollo geimferðir) en tæknin er greinilega til og virkar því er áhugaverða spurning hvað kostar þetta líter af saltvatni? Samkvæmt heimasíðu nanoFlowcel væri hægt að breyta núverandi bensínstöðvum þannig að hægt sé að dæla vökvanum á bílinn. Þessi tækni gæti hentað vel fyrir skip, lestar og flugvélar þar sem vökvin er ekki eins viðkvæmur fyrir veðurfarsbreytingum eins og kulda, en kuldi getur haft talsverð áhrif á lithium rafhlöður. Saltlausnin (electrolyte fuel) er mengunarlaus og engin eldhætta fylgir vökvanum. Því er öryggt að flytja hann og ekki þörf á stífum öryggiskröfum.

QUANT-e-Sportlimousine_side_doors-shut

QUANT-e-Sportlimousine_side_doors-shut

Þó tæknin virðist vera nokkuð fullkláruð þá er lítið hægt að finna hvað líter af ElectroLite eldsneyti kostar og hvað kostar að framleiða eldsneytið. Er hér um að ræða bólu eins og vetnisbílar eða raunhæfur kostur samhliða rafmagnsbílnum. QUANT bíllinn getur keyrt upp að næstu NanoFlow bensín stöðina og fyllt á báða 250L tankana í bílnum líkt og við gerum nú með bensín bílnum. Spennandi verður að fylgjast með framþróun þessara hugmyndar. Kannski eiga olíufyrirtækin tækifæri á að lifa af rafmagnsbyltinguna? Svo er nú stóra spurningin hvernig er að opna þessar hurðir eftir þunga snjókomu?

Helstu tæknilegar upplýsingar:
0 – 100 km/h: 2.8 sec
Hámarkshraði: 300 km (Quant F)
Drægni: 800 km (Quant F)

Quant F nanoFlowCell

Quant F nanoFlowCell