Nissan Leaf leigubíll: 100.000 mílur

Nissan-Leaf-Taxi-clocks-100000-milesHelsta áhyggjuefni leigubílstjóra varðandi notkun á rafmagnsbílum í leigubílaakstri er drægni og ending rafhlaðna. En breskt leigubílafyrirtæki í Cornwall fór yfir 160.000 km. á 2013 árgerð af Nissan Leaf. Billinn hefur farið í 25.000 ferðir og hefur verið settur sautján hundruð sinnum í hraðhleðslu en þrátt fyrir það er bíllinn með nánast fulla rafhlöðuendingu og er enn á sömu bremsudiskum. Að sögn eiganda er sparnaður allt að 1.8 milljónir (íslenskar kr.) á ári í viðhalds og rekstrarkostnað og mun bíllinn borga sig upp á 24 mánuðum. En þetta er ekki fyrsti bíllinn sem nær 160.000 kílómetrum (eða 100.000 mílur) en Steve Marsh frá Kent í Washingthon hefur keyrt 2011 árgerð af Nissan Leaf 160.000 km en hann keyrir 210 km. fram og til baka úr vinnu. Marsh segir að rafhlaðan í bílnum eigi 78% eftir sem þýðir ca. 96 km á hleðslu í stað 120 km þegar hann var nýr. Samkvæmt Nissan er það eðlilegt fyrir rafhlöðuna miðað við 160.000 km akstur. high mileage tesla roadsterhigh mileage tesla 300kHansjorg von Gemmingen keypti Tesla Roadster eftir að hafa séð hann í þýsku bílablaði og hefur nú náð 300.000 km. á bílnum og af myndinni að dæma ætti hann að komast 222 km á hleðslunni. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum ætti Tesla Roadster rafhlaðan að hafa 80-85% af rafhlöðunni eftir, eftir 160.000 km akstur.