Tesla Model 3 á réttu róli

Er þetta Tesla Model 3?

Er þetta Tesla Model 3?

Fréttir berast af því utanúr heimi að Tesla módel 3 sé á réttu róli og muni verða hægt að leggja inn pantanir í mars 2016 þegar Tesla hyggst kynna útlit bílsins en afhendingar hefjist þó ekki fyrr en 2017 en það virðist háð því að þeim takist einnig að koma í gang fyrstu rafhlöðuverksmiðjunni sinni, svokallaðri Gigafactory.

Þá er bara að kíkja í sparibaukinn og sjá hvort þar leynist ekki 4.5milljón kr.