Fréttir berast af því utanúr heimi að Tesla módel 3 sé á réttu róli og muni verða hægt að leggja inn pantanir í mars 2016 þegar Tesla hyggst kynna útlit bílsins en afhendingar hefjist þó ekki fyrr en 2017 en það virðist háð því að þeim takist einnig að koma í gang fyrstu rafhlöðuverksmiðjunni sinni, svokallaðri Gigafactory.
Þá er bara að kíkja í sparibaukinn og sjá hvort þar leynist ekki 4.5milljón kr.
Sæl/l, ég var að hugsa um nýja rafbílinn Teslu. Hvað kostar hann hingað heim kominn? Í gegnum hvaða umboð myndi ég þurfa að kaupa hann?
Kveðja Edda
Verðið úti er $35.000 fyrir útgáfuna án aukahluta, en hækkar væntanlega hratt með aukahlutum sem nær allir taka. Fyrir nokkrum árum var talað um að flestir borguðu úti um $100.000 fyrir Model S sem þá kostaði í kringum $77.000.
En ef við miðum við $35.000 sem er um 4.050.000kr plús flutning sem er væntanlega um 3-400.000kr og svo hvorki vsk né toll þá endum við í 4.5mkr. En þá á eftir að gera ráð fyrir allskonar umsýslu á borð við að taka við bílnum úti og flytja hann að skipi osfvr.
Tesla notast ekki við umboð heldur selja beint til kúnna. En við erum þó svo heppin að hafa t.d. fyrirtæki á borð við Even.is sem flytja inn t.d. Teslur til endursölu og lítið mál að tala við þá um Model3.