Allir eigendur rafbíla vita að í gegnum umboðin er hægt að kaupa hleðslustöð til að setja upp í bílskúrnum. En það má líka finna hleðslustöðvar af öllum stærðum og gerðum hjá til dæmis Rönning og í Reykjafelli.
Rönning eru með umboðið fyrir ABB og þar á bæ hefur verið mikil áhersla á afkastameiri stöðvar, s.s. stöðvar uppundir 50kw sem henta við verslanir eða á þjóðvegum. Fyrir heimahleðslu eru þeir með vörur frá Chargemaster.
Reykjafell er aftur með millistærð og heimastöðvar frá ABL-Sursum en það fyrirtæki er á bakvið Schuko tenglana sem eru alsráðandi á íslenskum heimilum. Stærri einingarnar koma frá Delta Electronics.
Bæði fyrirtækin bjóða uppá hleðslustöðvar fyrir allar gerðir bíla en misjafnt er hvernig þær eru uppsettar með tilliti til tengla og vanda þarf valið á aukahlutum með stöðvunum til að passi örugglega hverjum bíl.
Þá má heldur ekki gleyma Islandus en þeir auglýsa stöðvar frá Keba sem virðast henta type 2 mjög vel en eru minna í type 1 stöðvum.
En hvað á svo sjoppueigandi á hringveginum að gera? Þar eru Delta og ABB sterkir fyrir en framleiðendur sem allir þekkja á borð við Bosch og Fuji eru með sínar línur, þó við höfum ekki rekist á þær

Íslenska fyrirtækið Faradice framleiðir og selur fallega staura sem ættu að koma vel út í íslenskri veðráttu.
hér á landi.
Þá má ekki gleyma íslenska fyrirtækinu Faradice en þeir eru með mjög spennandi heimastöðvar og staura sem hlaða á bilinu 8-80A . Þessar stöðvar eru rétt að klára sitt þróunarferli en hafa verið í notkun á ýmsum stöðum í vetur og að sögn staðist glæsilega hin verstu veður.
Íslenska gámfélagið er farið að bjóða flottar lausnir fyrir rafbíla eigendur
http://Www.gamur.is/rafbilar
Vil benda fólki á að hægt er að panta hleðslustöðvar erlendis frá.
https://evonestop.co.uk
http://carcharger.ie
Pantaði sjálfur 32 Amp Rolec hleðslustöð fyrir Nissan Leaf frá Englandi og að auki 5 m langan 32 Amp hleðslukapal til að hafa í bílnum á snattinu + poka undir kapalinn – samtals GBP 445 með sendingarkostnaði, hingað komið með VSK undir 80 þús.
Þessi pakki kostar frá 185 þús (á tilboði!) og upp úr hér á landi. Hleðslustöð ein og sér er á 200+ þús hjá Rönning.
Var einhver að tala um okur á Íslandi?
Takk Ingvar fyrir upplýsingarnar.
Kveðja Þorsteinn
Ekkert mál.
Sælir
Get ég kallað eftir viðbrögðum / mati ykkar sem hafið vit á hvort 90 þús sé sanngjarnt verð f lítið notaðað typu 1 stöð frá Reykjafelli 6.9 kw 32 A eins fasa. Eða vilja menn vísa mér á eitthvað annað betra. Ég er með 2016 Leaf með 24 kw/h rafhlöðu
Með kveðju
Þorsteinn
Ég á erfitt með að meta hvort þetta sé sanngjarnt verð. Þessar 32 amp stöðvar eru hér yfirleitt einhverstaðar á 130 og upp úr en ég hef séð erlendis að það er hægt að kaupa 32 amp stöðvar frá 499 en hingað komið væri þetta eflaust mjög nálægt 80 – 90 þús.
Þetta er einfaldur búnaður og því lítið sem slitnar sem slíkt. Ég hugsa að mér þætti 80 sanngjarnt fyrir notaða stöð en þetta er svo sem allt afstætt. Litsýn hefur verið að selja nýjar stöðvar á 94 þús.
https://bland.is/til-solu/bilar-aukahl-/annad/hledslutaeki-fyrir-rafbila-32-amper-/3384516/
Ég er með eina hleðslustöð til sölu. 32Amp keypt hjá islandus.is á um 160þús. læt hana á 90þús.
hér er linkur á alveg eins stlöð hjá islandus.is
https://islandus.is/shop/heima-hledslustod-1632a-med-kapli-type2/
siggikri@gmail.com
Sælir allir,
Ég er með lítið gistiheimili rétt hjá Gullfoss & Geysi og er að hugsa hvort við ættum að að setja upp hleðslustöð fyrir hugsamlega ferðalanga á rafbílum, en þar sem við vitum ekkert um þessi mál langar okkur að vita hvort þið mælið með einhverri sérstakri græju í verkefnið og eins eru væntanlega allskyns plug sem þurfa að vera tilstaðar er það ekki ?
kveðja kallibridde@simnet.is