Nissan Leaf með 60 khw rafgeymi og 320 km drægni

Nissan hefur staðfest að nýr Leaf verður framleiddur með 60kWh rafgeymi og 320 km drægni. Hér á landi má sennilega búast við drægni á bilinu 190–250 km eftir skilyrðum. Ekki hefur verið gefin út nákvæm tímasetning á frumsýningu nýja bílsins en nýja 60kWh-rafhlaðan kemst fyrir í sama rými og núverandi 24kWh-rafhlaða.

24 kwh vs. 60 kWh rafgeymir fyrir Nissan Leaf

24 kwh vs. 60 kWh rafgeymir fyrir Nissan Leaf

Þrátt fyrir að forsvarsmenn Nissan hafi ekki gefið upp hvenær nýi bíllinn verði kominn á götuna er greinilegt að þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir þangað til að Chevrolet Bolt og Tesla Model 3 koma á markaðinn.
Nýja rafhlaðan var fyrst sýnd sem hluti af Nissan IDS sjálfkeyrandi bílnum sem kynntur var á bílasýningu í Tókíó í fyrra en talsmaður Nissan staðfesti nýlega að 60kWh-rafgeymirinn verður fáanlegur í Leaf. Ekki fékkst þó staðfest nákvæmlega hvenær hann kemur.

Nýja rafhlaðan notar önnur efni en hin fyrri og fyrir þá sem hafa áhuga á efnafræði má nefna að rafhlaðan notar nickel magnesium cobalt í stað nickel magnesium cathode.

Nýju rafhlöðuna verður hægt að hlaða mun hraðar en fyrri tegund með nýrri hönnun, breyttri efnasamsetningu og minna viðnámi. Sú nýja getur tekið við allt að 100 kWh straumi í lengri tíma borið saman við 50kWh hámark í núverandi rafhlöðu. Því má búast við að það taki sama tíma að hlaða 60kWh rafhlöðuna og núverandi 24kWh, svo framarlega sem hægt sé að komast í nægilega öflugt hleðslutæki.

Nýja rafhlaðan er þyngri en sú eldri og býður upp á mun meiri orku miðað við þyngd. Núverandi 24kWh-rafhlaðan er um 300 kg að þyngd en hin nýja er einungis 99 kg þyngri, eða 399kg, sem er nokkuð gott miðað við kWh/kg. Að auki er nýja rafhlaðan með lengri líftíma. Nissan ábyrgist að rafhlaðan haldi 90% af hleðslunni eftir fimm ár borið saman við 80% eftir fimm ár í 24kWh-rafhlöðunni.