Hraðhleðslustöðvar

kort-af-hledslustodum2Á höfuðborgarsvæðinu eru átta hleðslustöðvar, þar af 6 hraðhleðslustöðvar. Þeim á vonandi eftir að fjölga en þægilegasta leiðin til að skoða staðsetningu stöðvanna er að fara á www.plugshare.com. Ef þú skráir þig á síðuna getur þú einnig séð yfirlit yfir hleðslustöðvar sem eru í heimahúsum og eigendur eru reiðubúnir að gera aðgengilega fyrir aðra rafmagnsbílaeigendur.

Bílaframleiðendur hafa ekki náð að koma sér saman um einn staðal fyrir hraðhleðslustöðvar og eru því aðallega þrír staðlar notaðir í dag og nota þeir allir mismunandi tengi:

CHAdeMO; hleður allt að 62,5kW (Nissan, Mitsubishi, Peugeot iOn, Citroen C-ZERO og Tesla Model S með sérstöku millistykki)
SAE Combo; hleður allt að 100kW (VW, BMW, Audi o.fl.)
Tesla Supercharger; hleður allt að 135kW (Tesla, en engin slík stöð er á Íslandi).

 

Fara í tækjastiku